Hótel Jörð

uplifting new wave

April 24th, 2024suno

Lyrics

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. En það er margt um manninn á svona stað og meðal gestanna' er sífelldur þys og læti. Allt lendir í stöðugri keppni' um að koma sér og krækja sér í nógu þægilegt sæti. En þó eru margir sem láta sér lynda það að lifa' úti' í horni óáreittir og spakir, því það er svo misjafnt sem mennirnir leita að og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir. En mörgum finnst hún dýr þessi hóteldvöl þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni græða. En við sem ferðumst eigum ei annars völ, það er ekki um fleiri gististaði að ræða. En þó eru margir sem láta sér lynda það að lifa' úti' í horni óáreittir og spakir, því það er svo misjafnt sem mennirnir leita að og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir. En mörgum finnst hún dýr þessi hóteldvöl þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni græða. En við sem ferðumst eigum ei annars völ, það er ekki um fleiri gististaði að ræða. Að vísu eru flestir velkomnir þangað inn og viðbúnaður er gestirnir koma' í bæinn. Og margir í allsnægtum una þar fyrst um sinn, en áhyggjan vex er menn nálgast burtferðardaginn. Þá streymir sú hugsun um oss sem ískaldur foss að allt verði loks upp í dvölina tekið frá oss, er dauðinn, sá mikli rukkari, réttir oss reikninginn yfir það sem skrifað var hjá oss. Þá verður oss ljóst að framar ei frestur gefst né færi á að ráðstafa nokkru betur. Því alls sem lífið lánaði dauðinn krefst í líku hlutfalli' og Metúsalem og Pétur. [ending]

Recommended

Chiisana Hoshi
Chiisana Hoshi

Cute japanese techno, kawaii, piano melody in the background, slightly high pitch anime voice, vocaloid, j-pop

狮汇雄飞
狮汇雄飞

mellow hip hop

Moonlit Valor
Moonlit Valor

female vocalist,rock,symphonic metal,metal,melodic,epic,orchestral,gothic metal,energetic,fantasy,lush,passionate,violin

365 Дней
365 Дней

ukraine rap

Beans and Grannies
Beans and Grannies

story-driven pop playful

BoBoiBoy
BoBoiBoy

Rock metal pop

chiragh
chiragh

Urdu, classic, flute, harmonica, violin, male vocals, tabla, trap, sad, bass, piano, guitar

03E' morto STILLE
03E' morto STILLE

disco, dance, pop

รักไม่เป็น
รักไม่เป็น

artcore, [melodic]post-punk, male layered voice, classic crossover, catchy, funky guitar riffs, brass, A Minor

Passing Me By
Passing Me By

reflective pop mellow

It Had to Be You
It Had to Be You

Acoustic pop bossa-nova

Dreamy Sofy
Dreamy Sofy

playful pop

Dernier chocotoff
Dernier chocotoff

french dub, bass music, candy pop, slap house

Ketsui no Tatakai
Ketsui no Tatakai

j-pop electronic

Sunny Days
Sunny Days

electro swing, pop, upbeat, electro, female voice

Choices
Choices

Male-Lead Dream Indie Synth Pop

Moon Rider Ver.2
Moon Rider Ver.2

city funk, midnight drive, groovy bass, r&b

Ggre
Ggre

ritmo reggaetón, percusión trap (hi-hats, 808 bass)Verso 1 y 2:| G | D | Em | C |Estribillo y Puente:| Am | G | D | Em |

Dragons and Equations
Dragons and Equations

slow speed math rock complex drum fantasy light light tone electric guitar

NIGHT IN THE CAVE 2 ***(FULL INSTRUMENTAL)***
NIGHT IN THE CAVE 2 ***(FULL INSTRUMENTAL)***

power trio classic prog hard rock