Hótel Jörð

uplifting new wave

April 24th, 2024suno

Lyrics

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. En það er margt um manninn á svona stað og meðal gestanna' er sífelldur þys og læti. Allt lendir í stöðugri keppni' um að koma sér og krækja sér í nógu þægilegt sæti. En þó eru margir sem láta sér lynda það að lifa' úti' í horni óáreittir og spakir, því það er svo misjafnt sem mennirnir leita að og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir. En mörgum finnst hún dýr þessi hóteldvöl þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni græða. En við sem ferðumst eigum ei annars völ, það er ekki um fleiri gististaði að ræða. En þó eru margir sem láta sér lynda það að lifa' úti' í horni óáreittir og spakir, því það er svo misjafnt sem mennirnir leita að og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir. En mörgum finnst hún dýr þessi hóteldvöl þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni græða. En við sem ferðumst eigum ei annars völ, það er ekki um fleiri gististaði að ræða. Að vísu eru flestir velkomnir þangað inn og viðbúnaður er gestirnir koma' í bæinn. Og margir í allsnægtum una þar fyrst um sinn, en áhyggjan vex er menn nálgast burtferðardaginn. Þá streymir sú hugsun um oss sem ískaldur foss að allt verði loks upp í dvölina tekið frá oss, er dauðinn, sá mikli rukkari, réttir oss reikninginn yfir það sem skrifað var hjá oss. Þá verður oss ljóst að framar ei frestur gefst né færi á að ráðstafa nokkru betur. Því alls sem lífið lánaði dauðinn krefst í líku hlutfalli' og Metúsalem og Pétur. [ending]

Recommended

As we funk the night away
As we funk the night away

1970's ON1, Psychedelic/soul/funkadelic, Alt/R&B/Vaporwave/Jazz/Soul, Classic/Soft/Space/yacht rock,

rebellion
rebellion

instrumental melodic rock

Los colores
Los colores

Hardstyle

Biological Pestilence
Biological Pestilence

metal industrial techno

Dogsong Sans Remix
Dogsong Sans Remix

indie, bass, guitar

한없이 깊은 바다
한없이 깊은 바다

smooth indie, female vocal

Everyday Sunshine
Everyday Sunshine

pop-rock, funk

מוכרים בחנות גלידה
מוכרים בחנות גלידה

פופ מלודי אקוסטי

convergenshore E10a’p
convergenshore E10a’p

soundtrack video game opera

RECUERDA
RECUERDA

TRISTE Y RAP

ALL EYES ON RAFAH
ALL EYES ON RAFAH

Ballad acoustic

Gökhan Dayı
Gökhan Dayı

Oriental Pop

Abundância Infinita
Abundância Infinita

acústico melódico reggae

The Tavern of Suno XVII (alternate ending) [original prompt by YelleBelle]
The Tavern of Suno XVII (alternate ending) [original prompt by YelleBelle]

Cello, Flute, Distorted guitar, Medieval tavern, Male voice, Hard rock, Progressive rock, mysterious, majestic, eerie

Burn It Down
Burn It Down

female vocalist,pop,dance-pop,rhythmic,teen pop,rock ballad

강아지의 산책
강아지의 산책

Happy puppy's dream,a dreamy sound,the sound of a Soft harp,a newage,sleep music,asmr