Hótel Jörð

uplifting new wave

April 24th, 2024suno

Lyrics

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. En það er margt um manninn á svona stað og meðal gestanna' er sífelldur þys og læti. Allt lendir í stöðugri keppni' um að koma sér og krækja sér í nógu þægilegt sæti. En þó eru margir sem láta sér lynda það að lifa' úti' í horni óáreittir og spakir, því það er svo misjafnt sem mennirnir leita að og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir. En mörgum finnst hún dýr þessi hóteldvöl þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni græða. En við sem ferðumst eigum ei annars völ, það er ekki um fleiri gististaði að ræða. En þó eru margir sem láta sér lynda það að lifa' úti' í horni óáreittir og spakir, því það er svo misjafnt sem mennirnir leita að og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir. En mörgum finnst hún dýr þessi hóteldvöl þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni græða. En við sem ferðumst eigum ei annars völ, það er ekki um fleiri gististaði að ræða. Að vísu eru flestir velkomnir þangað inn og viðbúnaður er gestirnir koma' í bæinn. Og margir í allsnægtum una þar fyrst um sinn, en áhyggjan vex er menn nálgast burtferðardaginn. Þá streymir sú hugsun um oss sem ískaldur foss að allt verði loks upp í dvölina tekið frá oss, er dauðinn, sá mikli rukkari, réttir oss reikninginn yfir það sem skrifað var hjá oss. Þá verður oss ljóst að framar ei frestur gefst né færi á að ráðstafa nokkru betur. Því alls sem lífið lánaði dauðinn krefst í líku hlutfalli' og Metúsalem og Pétur. [ending]

Recommended

Belas kasih tuhan 2
Belas kasih tuhan 2

joyful upliftong, funk, upbeat,pop rock, drum, guitar, bass, emotional, male and female voice

Luna's  Slow-Glow
Luna's Slow-Glow

lunar, jangle, Psyprog, dance

TCK
TCK

feeling,mix,Alan Walker,Tungevaag,synthesis,special,long interval,deep,game,EDM,(H),whirl,prurience

Pahlawan di Medan Perang
Pahlawan di Medan Perang

rock anthemic powerful

Found Footage
Found Footage

Nu-metal, aggressive growls, heavy riffs, fast drumming, dark themes, dynamic breakdowns, complex solos, powerful, heavy

Lost in Shadows
Lost in Shadows

Horror Rock, Slow, Haunting, Female Vocals

Stelle del Destino
Stelle del Destino

male vocalist,hip hop,pop rap,trap,rhythmic,boastful,contemporary r&b,vocals

우리 주변
우리 주변

발라드

Rivers Run
Rivers Run

Edm, club mix dark dance, reverb echo synthetic, deep bass, mature strong lead female vocals,

Amor complicado
Amor complicado

Bachata sensual

ละครเกาหลี (Series) v.2 - PATeTOON
ละครเกาหลี (Series) v.2 - PATeTOON

nu metal, rock, rap metal, female vocal

House
House

90s indie rock

Navegando a escuridão da existência humana
Navegando a escuridão da existência humana

melodic power metal, children Bodom

Press Start
Press Start

upbeat 90's retro arcade background song with catchy synth melodies, driving bass lines, and chiptune elements. Capture

Echoes of Budapest
Echoes of Budapest

hungarian traditional violin double bass experimental improvisation choir baroque shoegaze hip hop

Surfin' the Sunshine
Surfin' the Sunshine

breezy surf rock

We Roar Tonight
We Roar Tonight

electric powerful anthemic rock

The way I must walk
The way I must walk

rock, rnb, alternative, edm, emotional

Sunshine After Rain
Sunshine After Rain

melodic rock pop synth-driven, italian voice, banjo, tar, oi, electro, emo, rock, metal,, alte, ukulele, rumba catalana