
Hótel Jörð
uplifting new wave
April 24th, 2024suno
Lyrics
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
Og til eru ýmsir sem ferðalag þetta þrá,
en þó eru margir sem ferðalaginu kvíða.
Og sumum liggur reiðinnar ósköp á,
en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða.
En það er margt um manninn á svona stað
og meðal gestanna' er sífelldur þys og læti.
Allt lendir í stöðugri keppni' um að koma sér
og krækja sér í nógu þægilegt sæti.
En þó eru margir sem láta sér lynda það
að lifa' úti' í horni óáreittir og spakir,
því það er svo misjafnt sem mennirnir leita að
og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir.
En mörgum finnst hún dýr þessi hóteldvöl
þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni græða.
En við sem ferðumst eigum ei annars völ,
það er ekki um fleiri gististaði að ræða.
En þó eru margir sem láta sér lynda það
að lifa' úti' í horni óáreittir og spakir,
því það er svo misjafnt sem mennirnir leita að
og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir.
En mörgum finnst hún dýr þessi hóteldvöl
þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni græða.
En við sem ferðumst eigum ei annars völ,
það er ekki um fleiri gististaði að ræða.
Að vísu eru flestir velkomnir þangað inn
og viðbúnaður er gestirnir koma' í bæinn.
Og margir í allsnægtum una þar fyrst um sinn,
en áhyggjan vex er menn nálgast burtferðardaginn.
Þá streymir sú hugsun um oss sem ískaldur foss
að allt verði loks upp í dvölina tekið frá oss,
er dauðinn, sá mikli rukkari, réttir oss
reikninginn yfir það sem skrifað var hjá oss.
Þá verður oss ljóst að framar ei frestur gefst
né færi á að ráðstafa nokkru betur.
Því alls sem lífið lánaði dauðinn krefst
í líku hlutfalli' og Metúsalem og Pétur.
[ending]
Recommended

우리의 행복한 하루
idol cheerful

琵琶行
HIP HOP,Pipa, melancholy and longing,

Эта девочка что надо
rap, pop, bass, Raspy male vocal,

Slovenian Shadows
rock cinematic dark fantasy melodic 90's

우리의 약속
uplifting edm

I Can Do It, Duh!
artrock, [cutecore], pop rock, punk, melodic, [high pitch female vocals] rebellious, empowering,fun, catchy, Akiba pop

M Hardstyle 4
Neo-classical, melodic, hardstyle, violin, powerful, aggressive

Everyone Leaves
edgy electric rock

Ben kanıyorum
Alternative rock

festa da paulinha
funk brasil

Un Mundo de Alegría
rítmico alegre latin pop

Lebih Baik
romantic funk

Banana River
syncopated experimental funk country, violin, banjo, avant-garde, fast, hardcore

Rio Grande a esperança
epico e vibrante

Stevens Dolind....
nstrumental Mexico + Phonk, Davil phonk

Olympic Dream
inspirational pop

I will always win (long version)
Symphonic metall, operatic soprano, clear mezzo-soprano, powerful versatile voice, symphonic, keyboard, deep bass

