Hótel Jörð

uplifting new wave

April 24th, 2024suno

Lyrics

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. En það er margt um manninn á svona stað og meðal gestanna' er sífelldur þys og læti. Allt lendir í stöðugri keppni' um að koma sér og krækja sér í nógu þægilegt sæti. En þó eru margir sem láta sér lynda það að lifa' úti' í horni óáreittir og spakir, því það er svo misjafnt sem mennirnir leita að og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir. En mörgum finnst hún dýr þessi hóteldvöl þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni græða. En við sem ferðumst eigum ei annars völ, það er ekki um fleiri gististaði að ræða. En þó eru margir sem láta sér lynda það að lifa' úti' í horni óáreittir og spakir, því það er svo misjafnt sem mennirnir leita að og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir. En mörgum finnst hún dýr þessi hóteldvöl þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni græða. En við sem ferðumst eigum ei annars völ, það er ekki um fleiri gististaði að ræða. Að vísu eru flestir velkomnir þangað inn og viðbúnaður er gestirnir koma' í bæinn. Og margir í allsnægtum una þar fyrst um sinn, en áhyggjan vex er menn nálgast burtferðardaginn. Þá streymir sú hugsun um oss sem ískaldur foss að allt verði loks upp í dvölina tekið frá oss, er dauðinn, sá mikli rukkari, réttir oss reikninginn yfir það sem skrifað var hjá oss. Þá verður oss ljóst að framar ei frestur gefst né færi á að ráðstafa nokkru betur. Því alls sem lífið lánaði dauðinn krefst í líku hlutfalli' og Metúsalem og Pétur. [ending]

Recommended

Worst way to play theme 3.1
Worst way to play theme 3.1

beat, synth, pop, funny, comedy, vocaloid, upbeat, electro, electronic

Stone v3.5
Stone v3.5

indie-pop soulful dreamy psychedelic

Wizard's Rave
Wizard's Rave

medieval high-energy edm

The Misadventure of Michael and Vincent
The Misadventure of Michael and Vincent

male vocalist,regional music,irish folk music,european music,celtic folk music

Bana Değil Babama Sor
Bana Değil Babama Sor

Yaz müziği, hareketli,

Assia
Assia

Music Spain flamenco male voice bariton guitare gypsies rythmic emotional emouvant

Castle Shadows
Castle Shadows

Dark bellowing deep male voice, atmospheric, ambient

Drop Another Quarter
Drop Another Quarter

80s synth-pop, 16bit, analog synths, catchy hooks, electronic drums, retro vibes, layered, sultry male vocaloid, dolby

英雄天涯
英雄天涯

male vocal, Guzheng ,xiao, war drum Chinese Ancient Music Style Wandering Hero, Adventuring through the World,

Hommage au Double Jambon
Hommage au Double Jambon

entraînant celtique percussions dynamiques

Zuglo01
Zuglo01

Reggae

(Verse 1) 1
(Verse 1) 1

Indian, pop

Dance of Shadows
Dance of Shadows

epic orchestral with electric guitar dramatic