Hótel Jörð

uplifting new wave

April 24th, 2024suno

Lyrics

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. En það er margt um manninn á svona stað og meðal gestanna' er sífelldur þys og læti. Allt lendir í stöðugri keppni' um að koma sér og krækja sér í nógu þægilegt sæti. En þó eru margir sem láta sér lynda það að lifa' úti' í horni óáreittir og spakir, því það er svo misjafnt sem mennirnir leita að og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir. En mörgum finnst hún dýr þessi hóteldvöl þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni græða. En við sem ferðumst eigum ei annars völ, það er ekki um fleiri gististaði að ræða. En þó eru margir sem láta sér lynda það að lifa' úti' í horni óáreittir og spakir, því það er svo misjafnt sem mennirnir leita að og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir. En mörgum finnst hún dýr þessi hóteldvöl þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni græða. En við sem ferðumst eigum ei annars völ, það er ekki um fleiri gististaði að ræða. Að vísu eru flestir velkomnir þangað inn og viðbúnaður er gestirnir koma' í bæinn. Og margir í allsnægtum una þar fyrst um sinn, en áhyggjan vex er menn nálgast burtferðardaginn. Þá streymir sú hugsun um oss sem ískaldur foss að allt verði loks upp í dvölina tekið frá oss, er dauðinn, sá mikli rukkari, réttir oss reikninginn yfir það sem skrifað var hjá oss. Þá verður oss ljóst að framar ei frestur gefst né færi á að ráðstafa nokkru betur. Því alls sem lífið lánaði dauðinn krefst í líku hlutfalli' og Metúsalem og Pétur. [ending]

Recommended

Echoes and Ashes
Echoes and Ashes

punk rock with dark and heartfelt with a dash of gothic male singer

如果不愛請放我走
如果不愛請放我走

Cantopop, Ballad, Emotional, Male vocal, Acoustic instruments (Piano, Guitar, Violin, Cello, Drums)

Kecewa
Kecewa

Slow Rock, female voice, male voice

Confession
Confession

Sweet male vocals, rock, hard rock, punk rock, intense electric guitar performance in the prelude, middle prelude, and f

Fear the beasts v1.Sea
Fear the beasts v1.Sea

calm, dramatic, sailor song, etheral, balad, percussion, percussion only, master

talahon
talahon

contry song, woman

Vengeance Unleashed
Vengeance Unleashed

Catchy, synth punk, pop punk, witch house, eerie

Take the Edge Off
Take the Edge Off

dark uk breaks moody atmospheric

Big Back Run
Big Back Run

pop rock edgy

Lost and Found
Lost and Found

introspective soulful melancholic

İtirazım Var
İtirazım Var

emotional, acoustic, deep with soft guitar and piano undertones

აგრეგატული მდგომარეობები
აგრეგატული მდგომარეობები

პოპი მარტივი რიტმული

Aim High, Reign Supreme
Aim High, Reign Supreme

rock,pop rock,alternative rock,energetic,anthemic

Surfside Serenade
Surfside Serenade

funk,surf,swing,surf rock,surf music,rock,rock & roll,jangle pop,playful,energetic,rhythmic

Загадочный лес
Загадочный лес

drum, drum and bass, guitar, metal, female vocal

Ukrainian Army Meditate Song
Ukrainian Army Meditate Song

ukrainian folk lofi, koto, drums, asian sound, lofi, atmospheric, piano

Sing of His Greatness
Sing of His Greatness

drum and bass violin flute

Dancing with Shadows
Dancing with Shadows

dark slow hardcore techno atmospheric

Capybara On The Beach
Capybara On The Beach

heavy metal thrashing