Álfareiðin

Disco Cloud Rap

April 18th, 2024suno

Lyrics

Stóð ég úti í tungsljósi, stóð ég út við skóg, - stórir komu skarar, af álfum var þar nóg. Blésu þeir á sönglúðra, og bar þá að mér fljótt, - og bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt. Hleyptu þeir á fannhvítum hestum yfir grund, - hornin jóa gullroðnu blika við lund, - eins og þegar álftir af ísa grárri spöng fljúga suður heiði með fjaðraþyt og söng. Heilsaði hún mér drottningin og hló að mér um leið, hló að mér og hleypti hestinum á skeið. Var það út af ástinni ungu, sem ég ber? Eða var það feigðin, sem kallaði að mér? Stóð ég úti í tungsljósi, stóð ég út við skóg, - stórir komu skarar, af álfum var þar nóg. Blésu þeir á sönglúðra, og bar þá að mér fljótt, - og bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt. Hleyptu þeir á fannhvítum hestum yfir grund, - hornin jóa gullroðnu blika við lund, - eins og þegar álftir af ísa grárri spöng fljúga suður heiði með fjaðraþyt og söng. Heilsaði hún mér drottningin og hló að mér um leið, hló að mér og hleypti hestinum á skeið. Var það út af ástinni ungu, sem ég ber? Eða var það feigðin, sem kallaði að mér? Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: Að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von sem hefir vængi sína misst, og varir, sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mæst og aldrei geta sumir draumar ræst. Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn, og lítil börn, sem aldrei verða menn. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: Að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von sem hefir vængi sína misst, og varir, sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mæst og aldrei geta sumir draumar ræst. Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn, og lítil börn, sem aldrei verða menn.

Recommended

Just chillin'
Just chillin'

summer, low-fi, funk

Toe-Tapping Pain
Toe-Tapping Pain

melodic pop, gospel choir backing vocals, orchestral, male vocal

Crowsfoot
Crowsfoot

dark traditional folk-music, mellow harp, violin dirge, mandolin

Elite Ascent
Elite Ascent

score,soundtrack,epic

Candlelight Wishes
Candlelight Wishes

Smooth R&B,soft beats,melodic piano, subtle traditional Chinese instruments (guzheng, flute),heartfelt, warm,encouraging

Esperanza Melancólico
Esperanza Melancólico

deep house minimal techno tribal

Sundar Sapna
Sundar Sapna

disco bass hindigeet desi flute motown orchestral funk greenlabel fast italo tabla dance 1960's soul groove vinyl warped

Here Come the Choo Choo
Here Come the Choo Choo

chicago soul, blues rock, blues

FRGMNT
FRGMNT

relentless, glitch, stuttering, harsh, discordant, electronic

cry
cry

hard rock, metal....

Lost in the Letters
Lost in the Letters

1960's Romantic Balad of Europe

Bara Bass [TheIon1 jazz remix]
Bara Bass [TheIon1 jazz remix]

big beat, fast but light, american jazz soloist male vocals, woman backing vocalists, fatboi sleem, 80s mixtapes samples

Paprika
Paprika

Hungarian melodic death metal

My Sad Love Story
My Sad Love Story

ballad piano-driven melancholic