Álfareiðin

Disco Cloud Rap

April 18th, 2024suno

Lyrics

Stóð ég úti í tungsljósi, stóð ég út við skóg, - stórir komu skarar, af álfum var þar nóg. Blésu þeir á sönglúðra, og bar þá að mér fljótt, - og bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt. Hleyptu þeir á fannhvítum hestum yfir grund, - hornin jóa gullroðnu blika við lund, - eins og þegar álftir af ísa grárri spöng fljúga suður heiði með fjaðraþyt og söng. Heilsaði hún mér drottningin og hló að mér um leið, hló að mér og hleypti hestinum á skeið. Var það út af ástinni ungu, sem ég ber? Eða var það feigðin, sem kallaði að mér? Stóð ég úti í tungsljósi, stóð ég út við skóg, - stórir komu skarar, af álfum var þar nóg. Blésu þeir á sönglúðra, og bar þá að mér fljótt, - og bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt. Hleyptu þeir á fannhvítum hestum yfir grund, - hornin jóa gullroðnu blika við lund, - eins og þegar álftir af ísa grárri spöng fljúga suður heiði með fjaðraþyt og söng. Heilsaði hún mér drottningin og hló að mér um leið, hló að mér og hleypti hestinum á skeið. Var það út af ástinni ungu, sem ég ber? Eða var það feigðin, sem kallaði að mér? Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: Að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von sem hefir vængi sína misst, og varir, sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mæst og aldrei geta sumir draumar ræst. Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn, og lítil börn, sem aldrei verða menn. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: Að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von sem hefir vængi sína misst, og varir, sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mæst og aldrei geta sumir draumar ræst. Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn, og lítil börn, sem aldrei verða menn.

Recommended

The Work Song
The Work Song

1970s, vintage, industrial, work, exhausted, tired, motivating, construction, male choir, old men vocals, rock

О тебе
О тебе

melodic post-grunge, acustic guitar intro, minor A#

Moonlit Reflections
Moonlit Reflections

dark symphonic orchestral

Mindig Nincs Béke
Mindig Nincs Béke

pop uplifting

밤의 유혹
밤의 유혹

electronic bass-heavy powerful dreamlike

cAIjun
cAIjun

Cajun, Zydeco

אלטוריה
אלטוריה

female vocals, pop, electro, electronic, synth, phonk, beat, nu metal, classical, bas, rap, metal, male vocals, techno

Heartstone Adventure
Heartstone Adventure

folk whimsical ethereal

Я Свободен!
Я Свободен!

Futuristic alternative rock, nu metal, dark electronic rock, ear candy, future

Memories
Memories

storytelling melancholic acoustic

Wild Rebel
Wild Rebel

energetic rock and roll rebellious

Neon burst
Neon burst

brutal dubstep drops, voice drops

Tiny Sparks
Tiny Sparks

indie-pop soulful dreamy psychedelic

Playa in the Halls
Playa in the Halls

hip hop,jazz rap,neo-soul,r&b,bebop,rnb

Mi Tierra Hermosa
Mi Tierra Hermosa

melodic acoustic folk

Copas
Copas

salsa,flamenco

Against the Darkness
Against the Darkness

futuristic, ethereal, celtic, classical, medieval folk, female vocals